Verð bráðum grönn aftur ;)


Var mest um 117 kg (janúar 2003), en en náði mér á tveimur árum í 68 kg. Bætti því miður aftur á mig slatta og er nú að ná þeim af aftur.
Meira um átakið mitt

fimmtudagur, júní 21, 2007

Nýtt blogg

Er farin að blogga um átakið mitt annars staðar. Þið sem hafið áhuga getið sent mér mail á lilja@vortex.is. Ég nefninlega meika ekki að setja inn tölurnar mínar fyrir alþjóð að lesa, er bara ekki tilbúin til þess núna. Þannig að ég læsti nýju síðunni til að geta sett inn allar tölur sem mér sýnist, það er nefninlega miklu betra að blogga þannig ;)

þriðjudagur, maí 08, 2007

Mætt aftur.

Enn svolítið jójó í gangi hjá mér. Ég er kannski voða dugleg eina vikuna, dett svo í sukk um helgina og klúðra þá hlutunum alveg fram í vikuna þar á eftir. En ekki gefst ég upp. Ég trúi alltaf að ég finni mig aftur. Ég prófaði reyndar að fara aftur á kolvetnasnautt fæði og gekk svo sem ágætlega, en fann samt fljótt að þetta var ekki alveg að henta mér í þetta skiptið. Ég vil hafa aðeins fjölbreyttari mat. Þannig að ég ætla að miða meira við bara almenna hollustu og halda kolvetnum í lágmarki, sem sagt ekki forðast þau í jafn miklum mæli og þegar maður er á kolvetnasnauðu fæði.

Annars var ég að koma hjólinu mínu í lag og nú er bara voða gaman að hjóla. Gerðist meira að segja svo rosalega dugleg í gær að ég hjólaði niður í Laugar, púlaði þar í 40-45 mínútur og hjólaði svo aftur heim. Þetta er alveg 20-25 mínútna hjólatími hvor leið, svo þetta var alveg dágóð líkamsrækt. Enda var ég kófsveitt þegar ég kom heim ;) En ég er rosalega fegin að hafa loks látið gera við hjólið mitt. Ég hjólaði náttúrulega svo mikið þegar ég bjó úti í Noregi og núna er alldeilis veðrið til að hjóla hér heima ;)

Í dag er ég reyndar á fljótandi fæði þar sem ég er að fara í röntgen af nýrum á morgun. Svo hitti ég lækninn minn eftir það og vonandi verða bara allir steinar farnir og ég laus við frekari nýrnasteinameðferð ;)

Bið að heilsa ykkur skvísur ;)

mánudagur, maí 07, 2007

Jæja

Gamla kommentakerfið mitt er víst bara farið á hausinn svo ég er að reyna að koma aftur inn kommentakerfinu sem er orginal með blogger síðunum. Gengur eitthvað treglega. Sjáum hvað gerist núna.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Ljótu kíló :(

Æ, bara mér að kenna svo sem. Datt í það um helgina og fór í smá matarsukk í kjölfarið. Þannig að það komu bara strax aftur 2 kg. Eins og maður hefur nú mikið fyrir að losa sig við þessi helv... kíló, þá er ótrúlega svekkjandi hvað þau koma auðveldlega aftur :S En ég drullaði mér í ræktina áðan og svo er bara að taka mataræðið föstum tökum aftur. Ætla svo sem ekki að drepa mig úr samviskubiti um páskana, en reyna að hemja mig samt. Er reyndar að vinna ógeðslega mikið um páskana og krakkarnir hjá pabba sínum, svo freistingarnar verða kannski aðeins minni.

fimmtudagur, mars 29, 2007

Og áfram mjakast það.

7 kg komin ;)

Fór ekki í ræktina í gær. Ég var nefninlega á næturvakt aðfaranótt gærdagsins og þegar ég kom heim þá fékk ég þá brilliant hugmynd að fara að taka til í stað þess að fara bara að sofa. Þannig að ég var í þvílíkri tiltekt og hreingerningum í 5-6 tíma og var svo orðin frekar skjálfandi og úrvinda og meikaði enga rækt. Já, maður er svo bráðgáfaður stundum. Jæja, hef eflaust brennt einhverju við að halda mér vakandi. Sofnaði svo ekkert að ráði fyrr en bara í gærkvöldi, maður kemst einhvernvegin á það stig að syfjan hættir. En ég er líka búin að sofa eins og slytti í dag, er í fríi, og er svona rétt að koma til núna um hádegið. Gæti samt alveg sofið meira sko :Þ

Annars hugsa ég að ég fari bara í ræktina seint í kvöld. Ég er nefninlega að fara aftur á næturvakt í nótt og fer þá í ræktina þannig að ég geti bara mætt beint í vinnuna eftir púlið ;)

sunnudagur, mars 25, 2007

Harðsperrur!!!!

Áts sko, greinilega aðeins of langt síðan ég tók almennilega á hliðarkviðvöðvunum. Tók nokkrar slíkar æfingar á fösturdaginn og fann sko duglegar harðsperrur í gær, sem eru ekkert að lagast neitt svakalega mikið í dag. Annars fór ég ekki í ræktina í gær. Ætlaði að fara, en svo þurfti ég að vakna svo snemma eftir næturvaktina, svaf bara í 2 1/2 tíma, þar sem ég dreif mig að fara og skrá Örnu í sumarbúðir KFUK. Það tók nú hátt í 3 tíma, ekkert smá margt fólk og löng bið. Þannig að ég var ekki komin heim aftur fyrr en um kl. 16. Fljótlega eftir það skutlaði ég Elísu til ömmu sinnar og afa og svo þegar ég var komin heim aftur, um kl. 17:30, þá bara fór ég að sofa og svaf til kl. 22. Síðan tók bara næsta næturvakt við.

En ég er ágætleg sofin núna og ætla að skella mér í ræktina eftir smá stund ;) Vigtin er ágæt við mig. Hún tók reyndar smá stökk upp á við í vikunni, en það var örugglega bara af því að ég leyfði mér eitthvað sætabrauð og vitleysu. En hún er farin að fara niður á við aftur og ég er bara hress ;)

En já, miðað við vigtina í dag þá ætla ég að stefna á að losa mig við um 21 kg. Get svo sem sætt mig við svona 16, en 21 væri skemmtilegra ;) En ég er þó búin að losa mig við 6 kg frá því fyrir jól, þ.e. áður en ég fór til einkó. Verið svolítið jó-jó eftir áramótin, en ég held að þetta sé að síga almennilega niður aftur núna; ég er komin á skrið ;)

miðvikudagur, mars 21, 2007

Og áfram svo...

Ég finn að ég er pín löt í dag, var náttúrulega á næturvakt s.l. nótt. Ég er líka með svona nartlöngun svo ég er að hugsa um að drífa mig bara í ræktina. Mér finnst nefninlega mjög gott að fara í ræktina á þeim tíma sem nartlöngunin er verst. Ef ég t.d. fer núna þá er akkurat kominn tími á kvöldmat þegar ég kem heim og ég get borðað með góðri samvisku.

Svo túrílú, farin að púla ;)